Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

Matarhandverk á Patreksfirði
sýning - keppni - sala - fræðsla

Vegna óviðráðanlegra orsaka hefur verið ákveðið að fresta Matarhandverki á Patreksfirði um óákveðinn tíma.

Matarhandverk er keppni og kynning á matarhandverki og smáframleiðslu matvæla á landsvísu.

• Sýningin er opin handverksframleiðendum sem framleiða matvöru í smáum stíl úr eigin hráefni eða hráefni úr nærumhverfi framleiðslustaðar.
• Sýningin er jafnframt opin þjónustuaðilum matvælageirans þar sem þeir geta kynnt sínar tæknilausnir, vörur og þjónustu.
• Keppni milli matarhandverksframleiðenda þar sem framleiðendur fá hlutlaust mat á sína vöru og ábendingar um það sem betur mætti fara.
• Keppnin veitir verðlaun fyrir framúrskarandi vörur sem dæmdar verða eftir bragði, útliti og handverki við framleiðsluna.
• Verslun/sölubás verður á staðnum þar sem handverksframleiðendum er gefinn kostur á að selja vöru sína til gesta á sýningunni.
• Fjölmörg fræðsluerindi verða flutt á sýningunni sem tengjast vöruþróun og matvælaframleiðslu.
• Keppnin verður kynnt á landsvísu og áhersla lögð á þann landshluta sem stendur að keppninni að hverju sinni.

Nánar um Matarhandverk á Patreksfirði

Sækja skrá

Sækja skrá

Fyrir nánari upplýsingar um Matarhandverk á Patreksfirði skal hafa samband við:

Magnús Ó. Hansson, s. 4902301 (magnus@atvest.is)
Viktoría R Ólafsdóttir, s. 4510077 (viktoria@atvest.is)